Jólatrjáagestir frá Menntasviði Reykjavíkurborgar í Ólaskógi
14.12.2010
Deila frétt:
Um helgin komu m.a. vinnutengdir jólagestir frá Menntasviði Reykjavíkurborgar
til Óla Oddss í skóginn hans í Stekknum. Fjölskyldufólk, foreldrar og börn, afar og ömmur í þeim tilgangi að sækja sér jólastemmningu við eldinn, drekka heitt súkkulaði, gæða sér á góðu meðlæti, hlusta á Stekkjarstaur segja sögur af sér, Leppalúða, Grýlu móður hans og bræðrum.
Margir fóru fyrst að sækja sér jólatré og völdu rauðgreni, stafafuru, blágreni, sitkagreni eða þin. Svo tóku margir skreytingaefni, greinar og köngla.

Veðrið, eldurinn, lyktin, maturinn og birtan léku við þessa Kjósargesti sem kvöddu sælir í sinni og maga.
Ljósmyndir og texti: Ól.Oddss.