Kátt í Kjós
26.07.2012
Deila frétt:
Hátíðin Kátt í Kjósinni þótti takast vel í góðu veðri fram eftir laugardeginum 21. júlí. Fjöldi fólk lagði leið sína á markaðinn í Félagsgarði og á aðra viðburði. Fullbókað var í hernámsáraferðina og um 20 manns mættu bæði í fjörunytjaferð og í leiðsögn um Búðasand. Í heyrúlluskreytingakeppninni sem var á túninu við Eyrarkot sigraði Sigrún Linda í flokki fullorðinni en hún vann líka 2010 og í 16 ára og yngri sigraði Íris Ösp Vilhelmsdóttir. Í Félagsgarði söfnuðu börn 16.000 kr til styrktar UNESCO – barnahjálp Sameinuðu þjóðanna með sölu leikfanga.
Kjósarstofa þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar