Fara í efni

Kátt í Kjós 20. júlí 2013

Deila frétt:

Undirbúningsfundur fyrir Kátt í Kjós 2013-þriðjudaginn 18. júní, kl. 20 í Ásgarði

 

Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í sjöunda sinn laugardaginn 20. júlí nk.
Hátíðin er kærkominn vettvangur fyrir menningu Kjósverja, menningu með Kjósverjum og menningu fyrir Kjósverja. Hún er byggð upp á mörgum smáum viðburðum og hefur það ekki síður að markmiði að efla umræðu um sveitamenningu í samfélaginu, fjölmiðlum og á torgum.

Allir sem láta sig Kjósar-menningu varða og eru tilbúnir til að viðhalda kátínu í Kjósinni eru boðnir á sameiginlegan undirbúningsfund þriðjudag 18. júní 2013,
kl. 20:00-21:00 í Ásgarði.  

Hlökkum til að sjá sem flesta og fá fullt af hugmyndum til viðbótar.

           

 Stjórn Kjósarstofu í samvinnu við Kjósarhrepp