Fara í efni

Kátt í Kjós 2009

Deila frétt:

Opni Kjósardagurinn „Kátt í Kjós“ verður haldinn laugardaginn 18. júlí. Gert er ráð fyrir að fyrirkomulag verði með svipuðu sniði og verið hefur. Kvenfélagið verður með veitingasölu í Félagsgarði og  jafnvel Ásgarði

 

Markaður í Félagsgarði

Þeir aðilar sem ætla að vera með á markaðinum í Félagsgarði hafi samband við Sigurbjörgu á Meðalfelli  í tölvupósti; medalfell@emax.is eða í síma 869-5680 og gefi upp hvað viðkomandi vilji bjóða uppá. Utansveitaraðilar geta fengið  sölubása en vegna takmarkaðs rýmis og til að tryggja fjölbreytileika getur þurft að velja umsækjendur úr. Reiknað er með að matvælahluti markaðarins verði að stórum hluta utandyra. Þátttakendur sem fá pláss eiga að mæta í Félagsgarð föstudaginn 17. júlí kl. 19:00 til undirbúnings, Umsóknir berist sem fyrst og eigi síðar en 10. júlí.

 

Útisvæðið í Félagsgarði

Óskað er eftir þátttakendum til að vera með starfsemi úti á íþróttarvelli. Áhugasamir hafi samband við Sigurbjörn; kidafell@emax.is eða 896-6984 eða Þórarinn doddi@hals.is  eða í síma 8977017 Umsóknir berist sem fyrst og eigi síðar en 10. júlí.

 

Ásgarður

Sú nýbreytni verður að Ásgarður verður opin. Gott væri að fá hugmyndir frá íbúum hvað þar gæti verið en tillaga hefur komið fram að þar verði menninga og skóla tengd uppákoma.

 

Einstakir staðir

Þeir sem ætla að vera með staði sína opna tilkynni þátttöku til Sigurbjörns;kidafell@emax.is eða í síma 8966984 fyrir 1. júlí.

 

Vel  væri þegið ef  sjálfboðaliðar gæfu sig fram til undirbúnings í Ásgarði og starfa þann 18. júlí.  Tilkynningar verða birtar á kjos.is

 

 

 

Undirbúningsnefndin