Fara í efni

Kátt í Kjós verður 16. júlí næstkomandi en með breyttu sniði.

Deila frétt:

 

Í þetta sinn stendur sölufólki til boða að vera úti með vörur sínar.  Söluaðilar  koma með sín eigin tjöld eða bása og þeim síðan raðað upp fyrir utan Félagsgarð gegn vægu gjaldi.

 

Inni í Félagsgarði á að reyna að skapa kaffihúsastemningu í salnum en þá geta gestir setið í rólegheitum, notið veitinga og spjallað.

 

Reyna á að virkja stjórnir hinna ýmsu félaga í sveitinni til að vera með uppákomur úti vellinum við Félagsgarð.   Að loknum góðum degi þar sem kátt verður í Kjós verður haldinn dansleikur í Félagsgarði.