Kátt í kjós, opnanir og dagskrá.
Kaffi Kjós er þjónustumiðstöð staðsett í suðurhlíð Meðalfells. Á Kátt í kjós, 16. júlí 2011 verður hoppukastali við Kaffi Kjós, kaffi á könnunni og glaðningur fyrir börnin. Opið kl. 12-22,
Hjalli, Kjós –16.júlí 2011 opið kl. 14–16 , allir velkomnir. Boðið upp á kaffi og lummur.
Í Hvammsvík verður opið frá 9:00 til 23:00 á Kátt í Kjós. Boðið upp á veiði og golf fyrir alla fjölskylduna. Selt verður 5 fiska veiðileyfi á 4.000,- krónur aðeins á þennan dag, 16 júlí.
Kjósarstofa í Ásgarði verður með opið á Kátt í Kjósinni kl 13-17
Reynir Ingibjartsson kynnir og áritar bók sína 25 gönguleiðir á Hvalfjarðarsvæðinu í Kjósarstofu í Ásgarði kl 13 Ólafur J. Engilbertsson veitir leiðsögn um sýningu Kjósarstofu um SÓL í Hvalfirði. Einnig verður handverk og útgáfur tengdar Kjósinni til sölu í Kjósarstofu
Í Eyrarkoti verður kaffihús og ljósmyndasýning í salnum og út í sólinni á Kátt í Kjós. Krakkarnir fá að komast á hestbak og heyvagnaferðir verða í fjöruna við Snorravík, neðan við Eyrarkot. Í Snorravík verða aflraunasteinar,stuttar bátsferðir,sjósund og busl. Þar verður líka hægt að fá keyptan nýveiddan fisk, ef að líkum lætur,á vægu verði. Opið verður bæði laugardag og sunnudag frá kl. 13:00
Dagskrá í Reynivallakirkju kl. 16. Séra Gunnar Kristjánsson sóknarprestur flytur erindi um séra Þorkel Bjarnason sem var prestur á Reynivöllum í lok nítjándu aldar
Frítt í veiði í Meðalfellsvatni milli kl 13 og 17. Veiðikortið og Veiðifélagið Hreggnasi, sem eru leigutakar að vatnasvæði Laxár,
Skólahreystibrautin verður við Félagsgarð á Kátt í kjós á laugardaginn 16. Júlí frá kl 12
Keppi er um hver gerir flottustu fuglahræðuna. Fuglahræðurnar verða númeraðar eða þeim gefið nafn og síðan kjósa gestir á staðnum um þá flottustu fyrir kl 16:30.
Unglingavinnan teymir undir börnum gegn vægu gjaldi frá kl 14:00-16:00
Í Félagsgarði verður alvöru sveitamarkaður og þar verður hægt að kaupa og skoða mjög fjölbreytt handverk og heimagerða matvöru. Ásta, Steinunn og Bíbí og fleiri með sitt handverk. Matarbúrið á Hálsi, Sogn og Kú.is verða með framleiðslu sína í matvöru. Kvenfélagið verður með kaffisölu til styrktar einhverju góðu málefni