Kjósarhreppur auglýsir
Kjósarhreppur auglýsir eftir öflugum bókara og launafulltrúa til starfa í 30- 50% stöðugildi. Leitað er að einstaklingi með reynslu af störfum við bókhald og afstemmingar. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi mikla þekkingu á bókhaldi.
Starfssvið:
* Vinna bókhald, reglulegar afstemmingar og eftirlit með staðfestingu reikninga.
* Skil og afstemmingar með vsk. skilum.
* Upplýsingagjöf til endurskoðenda
* Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu.
Menntun, reynsla og hæfni:
* Reynsla af skrifstofuvinnu, bókhaldi.
* Góð almenn tölvukunnátta (Word, Exel, Outlook).
* Nákvæmni og vandvirkni nauðsynleg.
* Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
* Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2014.
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á skrifstofu Kjósarhrepps eða rafrænt á netfangið oddviti@kjos.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.