Fara í efni

Kjósarrétt að rísa á ný

Deila frétt:

Nú er endurbygging Kjósarréttar komin á fullt skrið.  Samkomulag hefur verið gert við verktaka um endurbyggingu réttarinnar.  Að málinu hafa komið "Velunnarar Kjósarréttar"  og Kjósarhreppur en skylt er að halda úti slíkri aðstöðu þar sem lögréttir skulu haldnar.  Með samþykkt fyrrverandi hreppsnefndar á árinu 2007 var ákveðið að veita kr. 3.500.000,- úr sveitarsjóði til endurbyggingar á réttinni.  "Velunnarar Kjósarréttar" munu leita eftir frekari styrkjum frá einstaklingum og opinberum aðilum og leggja fram vinnuframlag til uppbyggingar á réttinni.  Ásamt því að verða lögrétt í sveitarfélaginu í Kjós þá getur Kjósarrétt orðið vinsæll áningastaður fyrir hestamenn, göngufólk o.fl. og verðugur vettvangur fyrir menningarlegar útisamkomur.