Fara í efni

Kjósarrétt fallin

Deila frétt:

Kjósarrétt var jöfnuð við jörðu í gær og verður reist upp aftur í upprunalegri mynd á næstu dögum. Það voru "Velunnarar Kjósarréttar" sem sömdu við Andrés Gíslason frá Hálsi og fyrirtækið Spón ehf. um að rífa niður réttina og byggja hana upp aftur í upprunanlegri mynd.  Í stjórn Velunnara Kjósarréttar er Óðinn Elísson, Klörustöðum. formaður, og Svanborg Anna Magnúsdóttir, Miðdal,og Sigurður Guðmundsson, Flekkudal, meðstjórnendur.

Markmið er síðan að Kjósarrétt verði aftur lögrétt Kjósarhrepps en ekki hefur verið réttað í henni um ára bil.