Kjósarstofa minnir á opinn kynningarfund með ráðgjöfum frá Nýsköpunarmiðstöð kl. 13-15 föstudaginn 9. september
08.09.2011
Deila frétt:
Kjósarstofa vill minna á opinn kynningarfund með ráðgjöfum frá Impru á Nýsköpunarmiðstöð í Ásgarði föstudaginn 9. september kl 13-15. Jóhanna Ingvarsdóttir og Hannes Ottósson frá Impru á Nýsköpunarmiðstöð verða með hálftíma powerpointkynningu fyrir þá sem hafa áhuga á að sækja um frumkvöðlastyrk vegna t.d. matvælaþróunar, handverks eða ferðaþjónustu og svara svo fyrirspurnum á eftir. Kjósverjar eru eindregið hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að koma vörum sínum á framfæri.