Kjósarstofa stofnuð
05.05.2011
Deila frétt:
Kjósarstofa var formlega stofnuð á framhaldsstofnfundi í Ásgarði miðvikudagskvöldið 4. maí. Ólafur Engilbertsson, Bergþóra Andrésdóttir og Katrín Cýrusdóttir voru kosin í aðalstjórn og til vara Ólafur Oddsson og Sólveig Dagmar Þórisdóttir. Þórarinn Jónsson og Rebekka Kristjánsdóttir voru kosin skoðunarmenn reikninga. Á fyrsta fundi stjórnar strax að loknum stofnfundinum skipti hún þannig með sér verkum að Ólafur Engilbertsson var kosinn formaður, Bergþóra Andrésdóttir ritari og Katrín Cýrusdóttir gjaldkeri.