Kjósendum er boðið í kaffi
23.04.2009
Deila frétt:
Kjörfundur í Kjósarhreppi vegna kosninga til Alþingis þann 25. apríl hefst kl. 12:00 í Ásgarði og stendur til kl. 20:00
Kosið er á neðri hæð Ásgarðs en endurbótum, sem staði hafa yfir á húsnæðinu er nú lokið. Af því tilefni verður Kvenfélag Kjósarhrepps með heitt kaffi og meðlæti á boðstólnum, á milli 12 og 18, í boði sveitarsjóðs. Hreppsbúum er hér með boðið að þiggja nefndar veitingar og skoða þær endurbætur sem gerðar hafa verið á húsnæði hreppsins.
Enn eru eftir nokkrar gamlar bækur frá grisjun bókasafnsins og gefst íbúum kostur á að taka sér þær til eignar án endurgjalds svo ekki þurfi að eyða þeim.
Hreppsnefnd Kjósarhrepps