Kjósin heillar
31.07.2013
Deila frétt:
Það er ekki bara á Þingvöllum sem flottir og hrikalegir klettar eru til til myndatöku fyrir Game of -Thrones. Kjósin er fögur og hún hefur að skarta óbrotinni náttúru. Í dag ætlaði
kvikmyndatökufólkið að vinna að kvikmyndatökum fyrir Games of Thrones í sól og blíðu við Þórufoss í Kjós en veðrið stóð ekki undir væntingum og var reyndar hálf leiðinlegt. Til stóð að mynda fljúgandi dreka sem var á eftir 20 geitum, sem reyndu að flýja undan drekanum á hlaupum. Ekki þykir ástæða til þess að hvetja Kjósverja til þess að vera innandyra vegna drekans þrátt fyrir að hann sé talinn varasamur í kvikmyndinni.