Kjósverjar – Eldvarnir- Hestavörur
Eldvörn rekur bæði verslun og þjónusstöð á sviði eldvarna, auk þess að vera með litla hestavöruverslun; Hestahorn B&B. Hægt er að panta vörur og nálgast þær að Þúfu eða fá heim að dyrum. Fyrir heimilið og útihúsin erum við með slökkvitæki, reyk-, gas-hita- og vatnsskynjara. Auk þess þráðlaus GSM öryggisviðvörunarkerfi. Slík kerfi henta einstaklega vel til sveita og í útihús. Kerfi þessi hafa ótal möguleika og senda skilaboð og eða myndir í GSM síma og eða fartölvu. Tökum slökkvitæki í endurhleðslu og viðhalds.
Fyrir hestamenn erum við með allar helstu rekstarvörur s.s. skeifur, fjaðrir, botna, spæni, spónarköggla, fóður, fóðurbæti, saltstein, beisli, múla og fleira. Allar nánari upplýsingar má finna á www.eldvorn.com eða með því að hafa samband í síma 894-2947 tölvupóst á eldvorn@eldvorn.com
Kveðja
Bjössi – Þúfu í Kjós