Kjalnesingar bjóða heim
23.06.2010
Deila frétt:
Kjalarnesdagar 26 til 27 júní 2010
Vakin er athygli á markaðsdögum sem verða í Fólkvangi 26 og 27 júní.
Settir verða upp sölubásar og öllum jafnt innan sem utan Kjalarness frjálst að koma með sína framleiðslu, handverk, listmuni, matvöru eða aðra söluvörur.
Opið er kl. 10 til 18 á laugardegi og 12 til 18 á sunnudeginum. Básinn kostar kr. 3.000,-
Handverk, listmunir og matvara verður í Fólkvangi.
Klébergsskóli hýsir kaffihús og flóamarkað.
Þessir markaðsdagar verða samhliða Kjalarnesdögum sem verða kynntir á næstu dögum.
Nánari upplýsingar verða inni á www.kjalarnes.is en skráningu má senda á kjalarnesdagar@kjalarnes.is.