Fara í efni

Konukvöld í Kjósinni

Deila frétt:

Konukvöld í Kjósinni
þriðjudagskvöldið 8. apríl nk

kl. 20:00 í Félagsgarði

 

Kvenfélag Kjósarhrepps heldur skemmtikvöld fyrir konur í Kjósinni og nágrenni.

Kvöldið hefst á dýrindis súpu úr leyniuppskriftabók Kvenfélagsins ásamt brauði beint frá búkonu.

Síðan verður stutt kynning á Kvenfélagi Kjósarhrepps, sögu félagsins og afrekum.Kristín

Linda Jónsdóttir, sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar flytur að lokum erindið: Listin að lifa – vegvísar jákvæðrar sálfræði um hamingjuríkt líf

 

Á eftir gefst tími til að spjalla saman yfir kaffibolla og njóta samverunnar.

 

Allar konur hjartanlega velkomnar,
 

F.h. Kvenfélags Kjósarhrepps

Jóhanna Hreinsdóttir
formaður