Fara í efni

Krásir í Kjós

Deila frétt:

Laugardaginn 29. september verður haldin í Félagsgarði matarhátíðin Krásir í
Kjósinni.

Kjósarstofa stendur að hátíðinni, sem nú er haldin í annað sinn, en þar munu
matreiðslumeistararnir Ólöf Jakobsdóttir og Jakob H. Magnússon töfra fram
krásir úr hráefni beint frá býlum. Húsið verður opnað kl 19 og hefst
borðhald hefst kl. 20 og mun kvöldverðurinn kosta kr. 6.500, án drykkja.
Hægt verður að kaupa drykki á staðnum.

Veislustjórn verður í höndum Sigurlaugar M. Jónasdóttur útvarpskonu og
ræðumaður kvöldsins verður Guðrún Hallgrímsdóttir sem fjallar um fjörunytjar
og fleira áhugavert. Boðið verður upp á tónlistaratriði. Borðapantanir
óskast sendar á netfangið kjosarstofa@kjos.is. Hægt verður einnig að panta
sætaferðir frá Reykjavík og til baka og kostar sætið 3.500 báðar leiðir.