Fara í efni

Krásir í Kjós 2014 ?

Deila frétt:

Þá er sveitahátíðin Kátt í Kjós afstaðin og að mati flestra tókst vel til að kynna Kjósina og það sem við höfum upp á að bjóða.

Næsta verkefni Markaðs-, atvinnu og menningarmálanefndar Kjósarhrepps,  er að kanna áhuga á að endurvekja matrahátíðina Krásir í Kjós.

 

Matarhátíð þar sem framleiðendum og þjónustuaðilum í Kjósinni er gefinn kostur á að kynna sig og leyfa gestum að njóta þess sem þeir hafa upp á að bjóða.

Hátíðin er hugsuðu jafnt fyrir Kjósverja sjálfa sem og aðra sem hafa áhuga á því sem Kjósin hefur upp á að bjóða.

Umfang og framkvæmd yrði með svipuðu sniði og áður, þ.e. kvöldverður í Félagsgarði þar sem áherslan er á matinn og að njóta hans.

Þjónusta í kringum mat kemur sterk inn svo og umgjörð fyrir mat s.s. fallegt matarstell, glös, borðbúnaður,  skreytingar eða hvað sem ykkur dettur í hug sem myndi auka á upplifunina þetta kvöld.

Ef af verður er stefnt að halda Krásirnar laugardagskvöldið 4.október eða 11.október nk

 

Lumar þú á einhverju spennandi að kynna, hráefni til matargerðar, borðbúnað, skreytingar o.s.frv.

eða bíður þú í ofvæni eftir að njóta þess sem Kjósin hefur upp á að bjóða í mat, góðri þjónustu og fallegum munum?

 

Áhugasamir sendi póst á Sigríði Klöru, sigridur@kjos.is

Allar ábendingar og hugmyndir velþegnar ...hvetjum alla að láta í sér heyra „Er áhugi fyrir því að halda Krásir í Kjós 2014“ ?

 

Með kræsilegum kveðjum

Markaðs-, atvinnu og menningarmálanefndar Kjósarhrepps