Kræklingafjöruferð
07.09.2009
Deila frétt:
Aðsend tilkynning
Hin árlega kræklingafjara Félags sumarbústaðaeigenda við Meðalfellsvatn verður föstudaginn 11. september. Farið verður frá Kaffi Kjós kl. 18.00 og ekið að Brynjudalsá, en fjara er um kl. 18.00. Þar tínum við krækling. Komið verður saman að Hjalla daginn eftir, laugardaginn 12. september, kl. 19.00. Við njótum kræklings, sjávarréttasúpu og brauðs í boði félagsins. Hvítvín, rauðvín og bjór selt á hóflegu verði. Fjöldasöngur. Happadrætti: Dregið verður úr nöfnum þeirra sem greitt hafa félagsgjöldin. Verðlaun fyrir stærsta sýndan lax sumarsins. Munið að hafa meðferðis pylsur á grillið fyrir börnin.