Kvenfélag Kjósarhrepps færir Félagsgarði gjöf
07.10.2008
Deila frétt:
Á fundi hreppsnefndar Kjósarhrepps þann 2. október sl. afhenti formaður Kvenfélags Kjósarhrepps, Dóra Ruf á Neðra-Hálsi hreppnum veglega gjöf til Félagsgarðs. Gjöfin er gefin af tilefni endurgerð eldhúsaðstöðu í Félagsgarði á síðasta ári. Um er að ræða ýmsa eldhúsmuni að verðmæti uppá fjárhæð sem nemur á fjórða hundrað þúsund krónur.
Hreppsnefndaroddviti tók við gjafabréfinu og færði Kvenfélaginu kærar þakkir, fyrir hönd hreppsnefndar og íbúa í Kjósarhreppi