Fara í efni

Kvennareið og konuhlaup

Deila frétt:

Hin landlæga kvefpest í hestastofninum hefur víða áhrif.  Hinni árlegu kvennareið Kjósarkvenna hefur þurft að fresta eins og flestum öðrum merkum hestamannaviðburðum í landinu. Ákvörðun um kvennareiðina er í biðstöðu þar til sjá má frammá að hrossin nái sér almennt af flensunni.  Á meðan er skorað á Kjósarkonur að sína samstöðu með þátttöku í Kvennahlaupi ÍSÍ sem auglýst er hér á síðunni.  Nú þarf að hvíla lúin bein hrossanna en efla góðgang reiðkvenna - sem geta í kvennahlaupinu farið um á öllum gangi - hver á sínum hraða.

 

Kvennareiðnefndin