Fara í efni

Kynjareið á fimmtudaginn

Deila frétt:

Kæru sveitungar og áhangendur.

Skellum okkur nú öll á hestbak, konur og karlar, húsbændur og hjú.

Hittumst á hlaðinu á Flekkudal fimmtudaginn 16. júní klukkan 20.00 og ríðum saman að Miðdal.

Skyldi vera rabarbari í ofninum þar?

Veitingar verða í boði fyrir 1000 kr. á mann fyrir þá sem verða svangir á áfangastað – greitt á staðnum.

 

Endilega látið vita um þátttöku með pósti á middalur@emax.is.

 

Kveðja Nefndin.