Fara í efni

Kynningarfundur á varmadælum og hitaveitumöguleikum

Deila frétt:

Íbúar hafa verið að koma með fyrirspurnir um hvort hreppsnefnd eða orkunefnd hafi gert eða látið gera hagkvæmniathuganir á uppsetningu/lagningu á varmadælum og  hitaveitu. Hver  væri munur í kostnaði og rekstri. 

Nú hefur verið ákveðið að boða til kynningarfundar í Félagsgarði þriðjudaginn 17. apríl kl 20.

 

Jón Sæmundsson frá Verkís mun vera með kynningu á varmadælum,  Sigþór Jóhannesson frá Verkís kynnir hitaveitumöguleika í sveitarfélaginu og síðan kynnir Gunnlaugur frá Verklagningu lagnamöguleika.

 

Síðan munu þeir svara fyrirspurnum fundarmanna.