Fara í efni

Lífrænn landbúnaður kynntur á Kátt í Kjós

Deila frétt:

Neðri Háls fagnar 20 ára afmæli í lífrænni ræktun um þessar mundir, en  árið 1989 setti búið á markað fyrstu lífrænu gulræturnar. Ábúendur eru  Kristján Oddsson og Dóra Ruf. Þau reka einnig fyrirtækið Biobú ehf í  Reykjavík, sem er einskonar framlenging á búinu. Í Biobú fer fram

fullvinnsla á lífrænni mjólk frá Neðra Hálsi og einnig Búlandi í Landeyjum sem nýlega hefur komið til samstarfs. Neðri Háls er einnig  þáttakandi í verkefninu Beint frá býli. Hægt er að heimsækja

Neðri Háls frá kl. 13 -17 en boðið verður upp á fræðslu um lífrænan  landbúnað og gefið smakk á fullunnum lífrænum mjólkurafurðum svo sem  jógúrt, skyri, smjöri, og sorbet ís. Allt þetta mun verða kryddað með góðri  músík. Þarna gefst gott tækifæri til að setja sig í lífrænan gír með  því að hlusta, þefa, og smakka. Og munið: Allt lífrænt!

 

 Opið frá kl. 13 -17,  s: 566 7035,

 894 9567,  kristján@biobu.is,     

 www.biobu.is