Löghlíðni í Kjósinni
21.11.2008
Deila frétt:
Af vef lögreglunar
Löggæslumál í Kjósarhreppi voru til umræðá fundi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt í Ásgarði í gær. Vel var mætt en allir fulltrúar hreppsnefndarinnar komu til fundarins og einnig formaður félagsmálanefndar. Í Kjósinni búa tæplega 200 manns og því er þetta afar fámennt sveitarfélag. Þar er hinsvegar alveg örugglega gott að búa enda fólkið friðsamt og til fyrirmyndar á flestum sviðum. Afbrot á þessu svæði eru mjög fátíð og þau má telja á fingrum annarrar handar. Þá heyrir það nánast til undantekninga ef Kjósverjar kalla til lögreglu.