Fara í efni

Lausaganga stórgripa

Deila frétt:

Að gefnu tilefni vill sveitarstjórn Kjósarhrepps minna á að lausaganga stórgripa er bönnuð í Kjósarhreppi. Eigendur og umráðendur hrossa og nautgripa eru eindregið hvattir til að huga vel að girðingum sem halda eiga stórgripum á sínum stað, ekki hvað síst nú þegar daginn er farið að stytta. Mikil slysahætta getur verið af því þegar skepnur eru á vegum þegar dimmt er, þá er einnig sjálfsögð tillitsemi við nágranna og aðra að halda búfénaði sínum innan girðngar þar sem hann á að vera .