Liljur vallarins kvikmynd tekin í Kjósinni sýnd í Félagsgarði á skírdag kl 21.
Á skírdag kl 21 verður kvikmynd Þorsteins Jónssonar Liljur vallarsins sýnd í Félagsgarði.
Myndin er tekin í Kjósinni þar sem sköpunarverkið blómstrar – menn, dýr og náttúra. Hún fjallar um stórar spurningar – um Guð, tilgang lífsins og hvernig menn eiga að haga lífi sínu.
Persónur í myndinni eru bændur í Kjósinni; Guðbrandur og Annabella í Hækingsdal, Snorri í Sogni, Hreiðar og Ásta á Grímsstöðum, Kristján og Dóra á Neðra Hálsi, Bjarni á Þorláksstöðum, Guðný í Flekkudal, og presturinn, séra Gunnar Kristjánsson. Einnig koma við sögu Árni Bergmann rithöfundur og félagar Gunnars í leshring, Sr. Kristinn Friðfinnsson, Sr. Gunnþór Ingason, Pétur Gunnarsson rithöfundur, Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður og Ögmundur Jónasson alþingismaður.
Myndin er 53 mínútur og mun Þorsteinn Jónsson svara fyrirspurnum á eftir sýningunni.