Loksins endurbætur á Kjósarskarðsvegi
05.10.2010
Deila frétt:
Loksins eru hafnar endurbætur á veginum um Kjósarskarð, en barist hefur verið fyrir þeim endurbótum í mörg ár. Þingmenn kjördæmisins höfðu lofað þeim og varanlegu slitlagi á hverju ári mörg undanfarin ár en ekkert geriðst. En núna á krepputímum tókst að finna örfáar krónur og verkefnið er hafið. Farið verður núna í versta kaflann frá ristarhliði að vegamótum á Þingvallavegi, vert er að geta þess að þetta er bara bráðabirgðaviðgerð og áfram verður þrýst á varanlegt slitlag.