Mót á Meðalfellsvatni í Kjós.
05.03.2014
Deila frétt:
Loksins, loksins. Nú á að halda mót á Meðalfellsvatni í Kjós. Síðasta mót sem þar var haldið tókst frábærlega, en þá voru skráningar vel á annað hundrað. Mótið verður haldið laugardaginn 15.mars. Frábært aðgengi er að vatninu, umhverfið fallegt og svo er það bara örstutt frá höfuðborgarsvæðinu.
Mótið verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Stjórn Adams.