Matarmenningarhátíðin Krásir í Kjósinni
10.10.2012
Deila frétt:
Matarmenningarhátíðin Krásir í Kjósinni sem haldin var í Félagsgarði laugardaginn 29. september þótti takast afbragðsvel. Það var nánast húsfyllir og góð stemming. Kjósarstofa stóð að hátíðinni, sem nú var haldin í annað sinn. Matreiðslumeistararnir Ólöf Jakobsdóttir og Jakob H. Magnússon töfruðu fram krásir úr hráefni beint frá býlum í Kjós ásamt meistarakokkinum Hilmari Jónssyni. Veislustjórn var í höndum Sigurlaugar M. Jónasdóttur útvarpskonu og sá Hjalti Þorkelsson úr Múgsefjun um tónlist milli rétta. Ræðumaður kvöldsins var Eydís Mary Jónsdóttir sem fjallaði um fjörunytjar og sagði Kjósina m.a. gósenland Nori-unnenda. Erindi hennar má lesa á vefnum www.kjosarstofa.is