Fara í efni

Matvælastofnun varar við kræklingi úr Hvalfirði

Deila frétt:

Vegna viðvarandi eiturþörunga í sjósýnum í Hvalfirðinum, sumar af tegundinni Dynophysis, voru sýni af kræklingi send til þörungaeitursgreiningar. Niðurstaðan sýnir að í kræklingnum eru Lipophilic toxins (DSP eða Diarrhetic Shellfish Poison) langt yfir viðmiðunarmörkum, eða 700 - 830 µg/kg þegar leyfileg mörk eru 160 µg/kg, og reynist hann því mjög eitraður. Þetta eitur dvelur lengi í skelfiski og tekur að lágmarki 3 mánuði að hreinsast úr kræklingi.