Met þátttaka í folaldasýningu Adams - allir velkomnir.
09.12.2011
Deila frétt:
Það stefnir í met þátttöku í folaldasýningu Adams. Nú þegar hafa verið skráð 22 folöld, og vitað er af einhverjum sem eiga eftir að skrá, þó skráningarfresti sé formlega lokið.
Við hvetjum kjósverja og annað gott fólk að líta við og fylgjst með skemmtilegri sýningu. Heitt á könnunni, piparkökur og fjör.
Spennan er í hámarki, sumir munu ekki getað sofið fyrir spenningi, aðrir gera sér engar vonir og eru með af tryggð við félagið, he, he.
Sjáumst í Boganum kl. 13 á sunnudaginn- næg bílastæði.
Stjórn Adams.