Miðvikudagurinn 18. nóvember í Ásgarði.
17.11.2015
Deila frétt:
Á bókasafnskvöldi, miðvikudagskvöldið 4. nóvember sl. var haldinn íbúafundur, þar sem íbúar sveitarfélagsins voru hvattir til að mæta og ræða málefni sveitarinnar og fleira. Óskað var eftir hugmyndum um hvað skyldi gera og hvað mætti betur fara.
Á fundinum kom meðal annars fram að ekkert væri gert fyrir „gamla fólkið í sveitinni“. „Gamla fólkið“ er afstætt hugtak og getur verið huglægt.
Nú hefur verið ákveðið að bjóða Kjósverjum 67 ára og eldri (löggiltum) í súpu miðvikudaginn 18. nóvember, kl 12:00 í Ásgarði til skrafs og ráðagerða um málefni „gamla fólksins“ í sveitinni.
Bókasafnið í Ásgarði verður síðan opið um kvöldið frá kl. 20:00 -22:00, fullt af nýjum bókum.