Fara í efni

Mikil dagskrá framundan hjá Adam – Folaldasýning 4. desember-skráning.

Deila frétt:

Folaldasýning:
Hestamannafélagið Adam mun standa að sinni árlegu folaldasýningu kl. 13:30 þann 4. desember í Boganum að Þúfu. Verðlaunuð verða 5 efstu folöld í hvorum flokki, auk glæsilegasta folaldsins í eigu Adamsfélaga. Skráningargjald kr. 1500 fyrir hvert folald. Þátttakendur eru beðnir um að hafa skráningargjald tiltækt á staðnum.  Skrá þarf folöldin í síðasta lagi 2. desember.  Skráningar sendast  á bjossi@icelandic-horses.is    þar sem fram kemur IS númer folalds. Ef ekki er búið að skrá folald þurfa upplýsingar um nafn föður, móður, lit og uppruna að koma fram.  Þeir sem ekki hafa möguleika á að senda tölvupóst geta hringt inn skráningu í síma 895-7745. Dómari verður einn stærsti kynbótadómari landsins; Þorvaldur Kristjánsson.
Heitt verður á könnunni , piparkökur og  gaman.  Áhorfendur meira en velkomnir.

Dagskrá vetrarins er að öðru leyti að taka á sig mynd.  Fyrirhugað er að halda fræðslufund í desember, og verður hann auglýstur síðar.
Reiðnámskeið: Stjórnin hefur áhuga á að setja af stað reiðnámskeið. Eru aðilar sem hafa áhuga að taka þátt eða eru með börn sem vilja komast á námskeið, beðnir um að hafa samband. Námskeiðið færi væntanlega fram um helgar. Hægt er að hafa samband við hvern sem er í stjórn Adams. (Bjössa á Þúfu, Sigga í Flekkudal, Óðinn á Klörustöðum, Orra á Morastöðum eða Ólöfu Ósk í Miðdal).

Opið í Boganum:  Ákveðið hefur verið að hafa Bogann á Þúfu opinn fyrir félagsmenn Adams á laugardögum og sunnudögum milli frá kl. 10-13. Einnig er hægt að panta aðra tíma. Gjald fyrir hverja heimsókn er kr. 300 fyrir hvern knapa á meðan bjart er, en kr. 500 ef nota þarf lýsingu. Gjaldið greiðist á staðnum.

Vetrarleikar ofl:   Bogatölt 25. febrúar – Vetrarleikar 17.mars –Hópreið 21.apríl –Firmakeppni 1. maí.

Adamsfélagar og aðrir hestamenn, merkið þessa viðburð inn á dagatalið og takið þá frá!
Svo er bara að þjálfa stíft fyrir komandi landsmót, en úrtaka Adams verður auglýst síðar.

Kjósverjar og annað skemmtilegt fólk; höfum gaman, saman.
Stjórn Adams.


p.s. hvetjum þá örfáu hestamenn í Kjós sem ekki eru félagar að ganga í félagið.