Fara í efni

Mjólka í örum vexti

Deila frétt:

Mjólka ehf. er langstærsta fyrirtækið sem er skráð í Kjósarhreppi. Mjólka hefur starfstöð og matvælavinnslu í húsnæði í Hafnarfirði sem telur á þriðja tugþúsunda fermetra.

Velta fyrirtækisins verður tæpur miljarður á þessu ári. Um fimmtíu manns eru við störf hjá Mjólku. Þangað berst mest öll mjólk úr Kjalarnesþingi og Borgarfirði  eða um 7 miljónir lítra á ári. Mjólka hefur keypt  sósufyrirtækið Vogabæ og hefur sala þess hlutar rekstursins gengið mjög vel. Að sögn Ólafs M. Magnússonar framkvæmdarstjóra eykst vöxtur fyrirtækisins ört og hefur félagið verið að gera stóra viðskiptasamninga á undanförnum vikum.