Fara í efni

Myndasýning og bókasafnið opið á miðvikudag

Deila frétt:

Bókasafn Kjósarhrepps verður opið miðvikudagskvöldið 23. febrúar  á milli klukkan 20 – 22.  Kjósverjar eru hvattir  til að mæta og sækja sér lestrarefni.

 

Skemmtinefnd kvenfélagsins hefur verið svo vinsamleg og ákveðið að leyfa sýningu á myndum þeim er teknar hafa verið upp og sýndar á síðustu þorrablótum. Myndirnar verða sýndar á næstu bókasafnskvöldum,  tvær í hvert sinn og fyrstu tvær rúlla í gegn um  kl 20:30.

Alltaf heitt á könnunni.