Fara í efni

Námskeið fræðsla fyrir sveitarstjórnarfólk.

Deila frétt:

Hreppsnefnd Kjósarhrepps ákvað á síðasta ári í samvinnu við Hvalfjarðarsveit að halda námskeið– fræðslu fyrir  sveitarstjórnafólk í nefndum og ráðum sveitarfélaganna.

Magnús Karel Hannesson hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mun halda námskeiðið og verður það haldið fimmtudaginn 27.október nk. kl. 15.00 að Innrimel 3,  Hvalfjarðarsveit.

Mikilvægt er að þeir sem hafa verið kosnir eða skipaðir í þessar nefndir og ráð á vegum sveitarfélaganna sjái sér fært að mæta, en Magnús mun fara yfir helstu lög og reglur sem sveitarstjórnarfólki ber að fara eftir í störfum sínum fyrir sveitarfélögin.

 

Vinsamlegast skráið ykkur hjá Laufeyju Jóhannsdóttur laufey@hvalfjardarsveit.is   eða Sigrúnu Mjöll  sigrun.mjoll@hvalfjardarsveit.is