Fara í efni

Ný þjónusta í Kjósinni- Þjónusta vegna öryggiskerfa.- Útkallsþjónusta.

Deila frétt:

Mikil umræða hefur verið um öryggismál í Kjósinni á undanförnu, enda ekki að ástæðulausu. Fólk hefur velt fyrir sér með hvaða hætti mætti sporna gegn þeirri óheilla þróun sem verið hefur. Að koma að eign sinni eftir innbrot og eða skemmdarverk er hreint ömurleg upplifun.  Öryggiskerfi, þar með talin GSM-tengd öryggiskerfi,  eru ein besta forvörnin gegn innbrotum, skemmdarverkum,  eldi  og margvíslegum ófögnuði.  

Fasteignaeigendur í Kjós hafa fram til þessa ekki átt þess kost að nýta sér slík kerfi sem skyldi, þar sem þjónusta við kerfin hefur ekki verið fyrir hendi.   

 

Við á Þúfu í Kjós, höfum ákveðið að bjóða upp á þjónustu til að sinna útköllum frá öryggiskerfum. Þannig verða öryggiskerfi raunhæfur kostur fyrir umráðaaðila fasteigna í Kjósinni. Viðbragðstími við boðum frá öryggiskerfunum ætti ekki að vera meiri en á höfuðborgarsvæðinu.  Stuttur viðbragðstími er grundvallaratriði, svo kerfin komi að fullum notum.

Við erum með áratuga reynslu á sviði öryggisgæslu, og leyfi á því sviði. Veitum einnig ráðgjöf í þessum efnum og brunavörnum.

 

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að kynna sér þjónustuna geta haft samband með tölvupósti á: oryggi.kjos@gmail.com eða í síma: 895-7745.

 

Björn Ólafsson.

Guðríður Gunnarsdóttir.

Þúfu í Kjós.