Ný aðkoma að Félagsgarði
09.11.2011
Deila frétt:
Framkvæmdir við hellulögn framan við Félagsgarð ganga vel og er verkinu að mestu lokið . Heiða Aðalsteinsdóttir landslagsarkitekt frá Eilífsdal hannaði og teiknaði upp nýja hellulögn framan við innganginn í húsið, einnig var útipallurinn endurgerður og stækkaður og tengdur við aðkomuna með tröppum .
Hálstak, Jón Gíslason sá um jarðvegsskipti og Garðmenn Jón Júlíus Elíasson og félagar sjáu um hleðslu og hellulögnina .
Kvenfélag Kjósarhrepps ákvað síðan á fundi sínum í gærkvöldi að gefa 60-80.000 kr til kaupa á lággróðri í beðin fyirir framan pallinn.
Sveitunganar eru hér með hvattir til að koma við og skoða nýja útlitið og endilega láta sína skoðun í ljós um verkið.