Nemendamót í Ásgarði
Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að Hólmfríður Gísladóttir hóf störf sem skólastjóri Ásgarðsskóla í Kjós verður opið hús í Ásgarði, stefnt er að helginni 18.-19. október 2014 (annan hvorn daginn, nánar auglýst síðar) Fylgjast þarf með á kjos.is.
Hólmfríður var starfandi skólastjóri í Ásgarði í um 10 ár eða frá 1964-1974. Fjöldin allur af nemendur var við nám í skólanum á þessum árum og væri gaman að þeir sæu sér fært að taka daginn frá og heimsækja Kjósina, kíkja í gamla skólann sinn, hitta fyrrum skólastjórann sinn og vonandi fullt af gömlum samnemendum.
Hólmfríður hefur alltaf haldið mikla tryggð við Kjósina og nú í sumar hefur hún sést á ferli um sveitarfélagið, gangandi. Hún hafði sett sér það markmið að ganga á milli allra bæja í sumar og eru núna aðeins tveir stuttir kaflar eftir.
Þeir sem sem sjá þessa frétt eru vinsamlegast beðnir um að benda vinum og vandamönnum er voru í skólanum á þessum tíma á þetta, því erfitt gæti verið á ná til allra.
Eru ekki einhverjir aðrir sem eru tilbúnir að koma að undirbúningi þessa dags?
Vinsamlegast hafið þá samband við Guðnýju í s. 8997052 eða á netfangið gudny@kjos.is