Nokkrir staðir opnir í Kjósinni í dag sunnudag 19. Júli.
19.07.2009
Deila frétt:
Myndlistamennirnir Pacas og Ragnhildur Jónsdóttir verða með sýningu á
verkum sínum í salnum í Eyrarkoti. Ragnhildur verður einnig með nýútgefnu Álfaspáspilin sem eru unnin upp úr sýn hennar á náttúruverur okkar íslendinga og les hún í þau fyrir fólk. Farið verður í stuttar göngur umhverfis bæinn og kynna álfaverur staðarins kl. 14.00 og 16.00.
Kjötbúrið á Hálsi verður opið að venju á milli 14 og 18. Kaffi Kjós er opið til 22:00 og opið er í Hvammsvík og skreyttu heyrúllurnar eru til sýnis við Félagsgarð