Fara í efni

Opinn íbúafundur

Deila frétt:

Opinn íbúafundur í Kjósarhreppi verður haldinn í Félagsgarði,  fimmtudagskvöldið 1. mars og hefst kl. 20:00.

Þau málefni sem kynnt verða þar eru meðal annars:

  • Helstu niðurstöðutölur rekstrar sveitarfélagsins fyrir árið 2011
  • Staða hitaveitumála í hreppnum
  • Helstu hugmyndir áhugahóps um öryggimál í hreppnum
  • Símafélagið verður með kynningu á GSM þjónustu sinni
  • Hugmyndir um viðbyggingu við Félagsgarð
  • Verkefni Kjósarstofu á nýju ári
  • Önnur mál

Stefnt er að hver kynning verði um það bil 10-15 mínútur og síðan geta fundargestir tjáð sig og komið með fyrirspurnir til hreppsnefndarmanna og annara fyrirlesara/kynna.

Kaffiveitingar.