Fara í efni

Opnunardagskrá Kjósarstofu

Deila frétt:

Opnunarhátíð Kjósarstofu verður laugardaginn 25. júní kl. 15. Sýning um SÓL í Hvalfirði verður opnuð í Ásgarði ásamt nýrri upplýsingamiðstöð þar. Að því búnu verður samverustund í anda Jónsmessunnar í Ólaskógi, Stekkjarflöt þar sem sagðar verða sögur af huldum vættum, kveðið og tónlist flutt. Ragnar Gunnarsson leikur á harmonikku, Erla Stefánsdóttir flytur erindið Trúir þú á álfa, amma,  Bjarki Bjarnason fjallar um Írafells-Móra og Steindór Andersen kveður stemmur um Árum Kára. Fólk er hvatt til að rifja upp sögur af huldum vættum í sveitinni og segja þær við þetta tilefni.