Fara í efni

Orðsending til gjaldenda í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Kjósarhreppur framfylgir mildri innheimtustefnu og treystir á skilvísi gjaldenda. Sé um vanskil að ræða hefur starfsmaður á skrifstofu hreppsins samband við viðkomandi, en það er að öllu jöfnu  vandræðaleg samskipti. Gjöld vegna fasteignarálagningar hafa veð í viðkomandi eign og telst til forgangskrafna og er því hægt að ganga að eigninni með aðför ef nauðsyn krefur.Til þess hefur sem betur fer ekki komið og fyrir það ber að þakka gjaldendum. Gjöld sem er í vanskilum bera dráttarvexti samkvæmt lögum. Er það eindregin ósk til þeirra sem eru í vanskilum að gjöldin verði gerð upp hið fyrsta ef því er ekki þegar lokið.

Oddviti Kjósarhrepps