Ráðgjafartorg Mosfellsbæjar opnað
20.10.2008
Deila frétt:
|
|
|
Mosfellsbær hefur opnað ráðgjafartorg vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Markmiðið er að samræma þjónustu og auðvelda aðgang að þjónustu og ráðgjöf á vegum aðila í Mosfellsbæ.
|
|
Ráðgjafartorgið er að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar á slóðinni: www.mos.is/radgjafartorg og er starfrækt af samstarfshópi stofnana í bæjarfélaginu, svo sem Rauða krossinum, kirkjunnar og heilsugæslustöðvarinnar auk Mosfellsbæjar. |