Fara í efni

Reiðvegir malaðir í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Mikil vinna hefur verið lögð í lagningu reiðvega um Kjósarhrepp á undanförnum árum og eru mjög góðir vegir þar,  sem sú vinna hefur farið fram. Þökk sé dugnaðarforkunum. Enn var bætt í síðustu daga og fornar reiðleiðir malaðar til að auðvelda enn frekar umferð hestamanna og þeirra sem kjósa frekar að vera á tveim jafnfljótum. Að þessu sinni var slóðinn yfir Reynivallaháls  að norðanverðu malaður,  hluta af leiðinni frá Flekkudal að Hjarðarholti, frá Hjarðarholti að Eilífsdal og frá Bugðubrú og áleiðis niður með Bugðu.  Styrkur fékkst frá Landssambandi hestamanna kr. 600.000 og nýttist hann vel í verkefnið. Það er reiðveganefnd Adams sem stendur fyrir þessum framkvæmdum en hana skipa nú: Óðinn Elísson Klörustöðum, formaður, Orri Snorrason  Morastöðum og Sigurður Guðmundsson Flekkudal, meðstjórnendur.