Rusl í plastgámum!
15.11.2010
Deila frétt:
Ábending hefur borist um það frá Gámaþjónustunni að við síðustu tæmingu á plastgámum fyrir heyrúlluplast hafi verið mikið af rusli innan um plastið, þar með talið tvær heyrúllur. Til þess að hægt sé að nýta plastið og halda kostnaði við þessa söfnun í lágmarki, þarf heyrúlluplast að vera sem hreinast þegar það fer í gámana. Reynið því að losa allt hey úr plastinu og setjið ekki annað en það sem reglur segja til um í gámana.
Með þessu sýnum við ábyrgð gagnvart umhverfinu, sköpum verðmæti úr ruslinu og spörum sveitarfélaginu kostnað