Símaþjónusta í Kjósarhreppi byggir á herminjum.
16.12.2009
Deila frétt:
Allt símsamband í Kjósarhreppi fer um gamlan blýstreng sem lagður var á stríðsárunum. Strengnum var ætlað að þjóna hernaðarumsvifum í Hvalfirði og var lagður af hernum, samkvæmt bestu heimildum.
Mikið hefur verið um símbilanir í sveitinni að undanförnu sem raktar eru til strengsins. Strengurinn er úr blýi sem er farið að tærast. Starfsmenn Mílu ehf. hafa þurft að koma ítrekað vegna rofi á símsambandi, og freistað þess að laga strenginn. Hafa þeir þurft að skipta út bútum úr honum þar sem hann hefur verið morkinn og upp tærður. Strengurinn liggur frá Norðurlandsstrengnum við Hvalfjarðareyri- inn í Félagsgarð og svo áfram inn í Hvalfjörð