Fara í efni

SF Kjós minnir á dag sauðfjárræktarinnar.

Deila frétt:

Föstudagurinn 24. júní verður viðburðarríkur, en þá standa Landbúnaðarháskóli Íslands og Búnaðarsamtök Vesturlands (BV) fyrir Degi sauðfjárræktarinnar. Viðfangsefnið er íslenska sauðkindin og afurðir hennar. Þessi hátíð verður haldin á Hvanneyri í Borgarfirði og hefst kl. 10 og lýkur kl. 17.

Föstudagurinn 24. júní verður viðburðarríkur, en þá standa Landbúnaðarháskóli Íslands og Búnaðarsamtök Vesturlands (BV) fyrir Degi sauðfjárræktarinnar. Viðfangsefnið er íslenska sauðkindin og afurðir hennar. Þessi hátíð verður haldin á Hvanneyri í Borgarfirði og hefst kl. 10 og lýkur kl. 17.

Dagur sauðfjárræktarinnar er haldinn í tengslum við fjölþjóðlegt verkefni um fræðslu fyrir sauðfjárbændur sem Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir (Sheepskills.eu). Um er að ræða tveggja ára verkefni með sauðfjárbændum í fimm Evrópulöndum. Verkefninu er ætlað að stuðla að betri nýtingu á tækifærum sem felast í sauðfjárbúskap. Lögð er áhersla á framþróun og nýsköpun, svo sem í tengslum við landbúnaðartengda ferðaþjónustu og með þróun nýrra afurða eins og matvöru og handverks. Markmiðunum verður náð með aukinni fræðslu og símenntun.

Í tengslum við verkefnið hafa verið þróuð og haldin námskeið fyrir sauðfjárbændur á félagssvæði BV. Þessi námskeið verða einnig haldin um allt land á næstu árum. Einnig er unnið að gerð bókar um sauðfjárrækt. Bókin verður tilbúin í haust. Fræðsluefnið sem tekið er saman í tengslum við verkefnið verður öllum opið á heimasíðunni www.sheepskills.eu.

Þessi miði er líka happdrættismiði! Þegar þú kemur á Hvanneyri þann 24. júní setur þú þetta bréf í "happdrættiskassa" sem verður á áberandi stað á Hvanneyri. Þar með ertu kominn í "happdrættispott". Síðdegis verða dregnir út vinningar. Fyrsti vinningur er sauðfjárræktarferð til Bretlands 2012, í góðum félagsskap. Aðrir vinningar eru m.a. gjafabréf frá sæðingarstöð, hey- og jarðvegssýnagreining.

Nánari upplýsingar: ragnhildurs@lbhi.iseða í síma 848 2339.