Saga Ungmennafélagsins Drengs
Kjósarhreppur hefur gert samning við Jón M. Ívarsson sagnfræðing um að hann skrifi sögu Ungmennafélagsins Drengs en félagið verður 100 ára þann 1. ágúst á næsta ári. Jón mun skila verkinu af sér í janúar/febrúar 2015.
Það er mikilvægt að ritið verði vel úr garði gert og að sögu ungmennafélagsins verði gerð góð skil í texta og myndum. Kjósarhreppur biður gamla félaga og aðra velunnara ungmennafélagsins, sem hafa í fórum sínum gamlar og góðar myndir úr starfi ungmennafélagsins, að lána þær til skönnunnar. Það vantar m. a. myndir af formönnum félagsins frá 1965.
Þeir sem eiga myndir sem tengjast sögu Ungmennafélagsins Drengs er beðnir um að hafa samband við framkvæmdastjóra Kjósarhrepps en skrifstofa hreppsins mun sjá um að skanna myndirnar og skila þeim síðan aftur til eigenda. GGÍ